Ísland keppti á móti Ísrael í landskeppni í dag þar sem þrír keppendur af hvoru kyni kepptu í Sinclair stiga keppni. Hugmyndin af mótinu er sprottin undan því að núna hefur WOWAIR hafið beint flug til Tel Aviv og voru þeir einn af styrktaraðilum mótsins. Mótið var haldið fyrir lokagrein á stóru crossfit móti í Tel Aviv og var utandyra í sólinni. Einnig er mótið undirbúningur fyrir keppendur sem keppa á HM í lyftingum í lok Nóvember.
Ísrael fór með sigur í samanlagðri keppninni með fyrnasterkum körlum og setti m.a. Artur Mugurdumov Ísraelskt met í jafnhendingu í -105kg flokki þegar hann jafnhenti 197kg. Litlu máttu þó muna að þeirra sterkasti keppandi Igor Olshaneski dyttu úr keppni í snörun en hann lyfti opnunarþyngd sinni í þriðju tilraun.
Kvennaliðið okkar vann þó hið Ísraelska og Þuríður Erla Helgadóttir varð stigahæst kvenna með 247,6 stig en hún snaraði 80kg og jafnhenti 105kg. En bæði Þuríður og Sólveig fóru með allar sínar lyftur í gegn og Aníta Líf allar snaranir en þær munu allar keppa á HM í Bandaríkjunum mánaðarmótin Nóvember/Desember.
Sólveig Sigurðardóttir setti nýtt íslandsmet í -75kg flokk kvenna en hún vigtaðist létt í flokkin (69.5kg) og jafnhenti 107kg sem var bæting á meti Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur um 2kg sett árið 2015 og bæting á metinu í samanlögðum árangri um 4kg. Einar Ingi Jónsson jafnaði Íslandsmetið í snörun í -77kg flokki þegar hann snaraði 117kg, og var það nýtt met í flokki 23 ára og yngri. Hann reyndi einnig við 120kg.
Sjá umfjöllun um mótið á ísraelska vefnum snatcher: https://www.snatcher.co.il/מאמרים/הרמת-משקולות-אולימפיות/איסלנד-נגד-ישראל-בהרמת-משקולות-התוצאו/
Ísland KVK = 711,5 Stig
Ísland KK = 969,1 Stig
Ísland Samanlagt = 1681 Stig
Ísrael KVK = 690,3 Stig
Ísrael KK = 1126,7 Stig
Ísrael Samanlagt = 1817 Stig
Besta KVK = Þuríður Erla Helgadóttir 274,6 stig (80/105)
Besti KK = Artur Mugurdumov 389,2 stig (150/205)