Sex manna lið frá Íslandi keppir á föstudaginn (20.Október) í Tel Aviv í landskeppni milli Íslands og Ísraels í ólympískum lyftingum. Mótið er haldið í tengslum við stórt liða crossfit mót sem heitir Affiliate Cup og verður mótið fyrir loka greinina í mótinu. Valið var í lið Íslands útfrá árangri á árinu 2017 og er liðið skipað eftirfarandi:
Karlar:
Einar Ingi Jónsson (LFR)
Ingólfur Þór Ævarsson (KFA)
Daníel Róbertsson (Ármann)
Konur:
Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann)
Sólveig Sigurðardóttir (LFR)
Aníta Líf Aradóttir (LFG)
Þjálfari með hópnum er Árni Freyr Bjarnason.
Mótið verður góður undirbúningur fyrir Þuríði, Sólveigu og Anítu en allar eru þær skráðar til leiks á HM í lok Nóvember sem fram fer í Anaheim í Kaliforníu.