Haustmóti LSÍ lauk í dag en mótshaldari var Lyftingafélagið Hengill í Hveragerði og stóðu þau sig með stakri prýði.
Heildarúrslit má nálgast í afreksgagnagrunninum:http://results.lsi.is/meet/haustmot-lsi-2017
Topp 3 KVK
Freyja Mist Ólafsdóttir (LFR) 90/105 – 226,4 Sinclair stig
Viktoría Rós Guðmundsdóttir (LFG) 71/90 – 205,2 Sinclair stig
Rakel Hlynsdóttir (Hengill) 73/90 – 203,9 Sinclair stig
Topp 3 KK
Bjarmi Hreinsson (LFR) 136/150 – 322,6 Sinclair stig
Guðmundur Steinn Gíslason Kjeld (LFA) 109/136 – 303,7 Sinclair stig
Birkir Örn Jónsson (LFG) – 105/142 – 298,7 Sinclair stig
34 keppendur hófu keppni 22 í kvennaflokki og 12 í karlaflokki. Matthías Abel Einarsson (Hengill) bætti snöru metið í öllum flokkum í -63kg flokki þegar hann snaraði 69kg. Einar Ísberg (Hengill) bætti íslandsmetið í flokki 15 ára og yngri -62kg flokki þegar hann jafnhenti 72kg og 76kg, það voru líka met í samanlögðum árangri. Að lokum bætti Agnes Ísabella Guðmundsdóttir (LFH) íslandsmet 15 ára og yngri í -53kg flokki kvenna þegar hún jafnhenti 48kg.
Liðakeppni mótsins
| # | Félag | Stig | Niðurbrot stiga |
|---|---|---|---|
| 1 | Hengill | 35 | 7 + 7 + 7 + 5 + 5 + 4 |
| 2 | LFR | 31 | 7 + 7 + 7 + 4 + 3 + 2 + 1 |
| 3 | LFG | 27 | 7 + 7 + 5 + 5 + 3 |
| 4 | LFH | 26 | 7 + 5 + 5 + 5 + 4 |
| 5 | LFK | 20 | 7 + 7 + 3 + 2 + 1 |
| 6 | UMFN | 11 | 7 + 4 |
| 7 | LF Austurlands | 7 | 7 |
Staðan í Liðabikar LSÍ fyrir lokamótið (Jólamótið) má sjá hér að neðan og ljóst er að nýtt lið mun vinna bikarinn en Lyftingadeild Ármanns hefur unnið bikarinn síðastliðin tvö ár.
Liðabikar 2017 (eftir 2/3)
| Lið | Stig |
|---|---|
| LFH | 71 |
| LFR | 66 |
| LFG | 64 |
| LFK | 40 |
| Hengill | 39 |
| UMFN | 28 |
| LFM | 7 |
| KFA | 7 |
| LF Austurlands | 7 |
| Ármann | 5 |