Alþjóðalyftingasambandið (IWF) hefur tilkynnt að þær níu þjóðir sem voru með þrjú eða fleiri jákvæð lyfjaprófssýni frá endurprófunum á ólympíuleikunum 2008 og 2012 munu verða settar í eins árs bann frá allri keppni í ólympískum lyftingum og hefst bannið um miðjan Október í ár. Það þýðir að þessar þjóðir verða ekki meðal keppanda á Heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem hefst í lok Nóvember í Anaheim (Kaliforníu) og verður Ísland meðal þátttökuþjóða með 4-6 keppendur.
Úr endurprófununum voru 49 jákvæð sýni og meðal þeirra fjölmargir verðlaunahafar frá leikunum tveimur. Illya Ilyin frá Kasakstan líklegast stærsta nafnið í lyftingaheiminum en hann vann gullverðlaun í Bangkok og London ásamt því að vera fjórfaldur heimsmeistari í greininni.
Löndin níu og fjöldi jákvæðra sýna er eftirfarandi:
Rússland (10)
Kazakstan (10)
Hvíta-Rússland (7)
Azerbajan (5)
Armenía (4)
Tyrkland (3)
Úkraína (3)
Kína (3)
Moldova (3)
Kína og Rússland hafa unnið flest verðlaun á stórmótum í ólympískum lyftingum síðustu árum og mun þetta án efa hafa mikil áhrif á röðun efstu sæta. Mótin sem öll löndin níu missa af eru eftirfarandi:
HM í lyftingum, Nóvember 2017
Ólympíuleikar Æskunnar 2018
HM Unglinga 2018
Asíuleikarnir 2018
Evrópumeistaramótið 2018
Aðrar álfukeppnir 2018
Fréttatilkynning IWF: http://www.iwf.net/2017/09/30/iwf-executive-board-upholds-decision-related-to-member-federations-which-have-produced-three-or-more-retesting-cases/
Frétt insidethegames: https://www.insidethegames.biz/articles/1056018/one-year-bans-keep-china-russia-and-seven-others-out-of-weightlifting-world-championships
Listi yfir keppendur frá endurprófunum: http://www.iwf.net/anti-doping/reanalysis/