Tvö ný lyftingafélög hafa verið tekin inn í LSÍ og ÍSÍ.
Lyftingafélag Austurlands sem er staðsett í Crossfit Austur á Egilstöðum og héldu þau unglingalandsmóts hlutann í ólympískum lyftingum í sumar. Á nýafstöðnu Íslandsmeistaramóti Unglinga þá keppti fyrsti keppandi undir þeirra merkjum; Bjartur Berg Baldursson.
Lyftingafélag UMFS Selfoss hefur verið endurstofnað og er það til húsa í Sportstöðinni á Selfossi og eiga þeir enn eftir að senda sinn fyrsta keppanda á mót en Árni Steinarsson útskrifaðist sem dómari í Ágúst.