
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Fljótsdalshéraði um verslunarmannahelgina 2017.
Og keppt verður í Olympískum lyftingum sunnudaginn 6.ágúst í húsakynnum Crossfit Austur á Egilsstöðum.
Keppt verður eftir sinclair stuðli.
Mótið var síðast haldið á Héraði árið 2011 en verður nú haldið á ný, og sem fyrr undir nafni Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) í samstarfi við sveitarfélagið Fljótdalshérað.
Unglingalandsmót UMFÍ var fyrst haldið á Dalvík árið 1992 og því verður mótið á Héraði 25 ára afmælismóti.
Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunar- mannahelgina.
Mótið er öllum opið á aldrinum 11–18 ára.
Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki.
Skráning fer fram í gegnum UMFÍ, sjá hér http://www.umfi.is/unglingalandsmot-umfi
Hægt er að hafa samband varðandi skráningu við Ingólf á netfanið ingolfur@umfi.is eða í síma 847 6287 milli kl. 16.00 og 18.00.