Guðmundur Högni bestur karla á Smáþjóðleikunum í San Marino

Mistök mótshaldara við útreikning á Sinclair urðu þess valdandi að Einar Ingi Jónsson fékk verðlaun sem besti lyftingakarlinn á nýafstöðnum Smáþjóðleikum í San Marino en ekki Guðmundur Högni Hilmarsson. Mótshaldarar staðfestu það í dag og hörmuðu mistökin. Þeir sendu heildar úrslit frá mótinu þar sem þetta er leiðrétt: Heildar úrslit smáþjóðleikanna í lyftingum

Guðmundur Högni lyfti nýjum íslandsmetum í snörun (134kg), jafnhendingu (160kg) og það varð einnig nýtt íslandsmet í samanlögðum árangri 294kg í -94kg flokki karla. Þetta gaf Guðmundi Högna 334,09 stig á móti 330,6 stigum Einars. Í þriðja sæti varð Maltverjinn Kyle Sean Micallef með 329,56 stig.

Sjá má myndbönd af lyftunum Guðmundar hér að neðan:

Færðu inn athugasemd