Ísland smáþjóðameistari 2017

Eftirfarandi frétt birtist á mbl: http://www.mbl.is/sport/frettir/2017/04/23/island_sigradi_i_san_marino/

Ísland bar sig­ur úr být­um í liðakeppni Smáþjóðal­eik­anna í ólymp­ísk­um lyft­ing­um sem fram fóru í San Marínó í gær. Þeta er í fyrsta skipti frá ár­inu 1989 sem Ísland vinn­ur liðakeppn­ina á þessu móti.

Liðakeppn­in fer þannig fram að þrír karl­ar og tvær kon­ur keppa og er sam­an­lögð Sincla­ir-stiga­tala reiknuð upp fyr­ir þessa fimm kepp­end­ur. Þetta er annað árið í röð sem kon­ur eru með í stiga­keppn­inni en áður voru það ein­ung­is þrír karl­ar sem voru í henni.

Björk Óðins­dótt­ir og Ein­ar Ingi Jóns­son urðu stiga­hæstu kepp­end­ur móts­ins í kvenna- og karla flokki. Aðeins 0.14 stig voru á milli Ein­ars Inga Jóns­son­ar og liðsfé­laga hans Guðmund­ar Högna Hilm­ars­son­ar en Guðmund­ur Högni snaraði og jafn­henti nýj­um Íslands­met­um í -94 kg flokki karla.

Björk Óðins­dótt­ir keppti í -63 kg flokki kvenna, hún lyfti 75 kg og 80 kg í snör­un og reyndi síðan við 85 kg í þriðju til­raun sem hefði verið nýtt Íslands­met en það fór ekki upp. Í jafn­hend­ingu lyfti hún 95 kg, 100 kg og 106 kg sem var jöfn­un á ís­lands­meti Þuríðar Erlu Helga­dótt­ur og keppn­is­bæt­ing hjá Björk í jafn­hend­ingu um 4 kíló.

Sól­veig Sig­urðardótt­ir keppti í -69 kg flokki. Hún náði ekki að fram­kvæma snör­un­ina eins og hún vildi og náði aðeins einni gildri lyftu, 75 kíló­um. Jafn­hend­ing­in gekk hins­veg­ar eins og í sögu og lyfti hún 98 kg, 103 kg og 107 kg en allt voru það met í flokki 23 ára og yngri og 107 kg lyft­an yfir Íslands­meti í -63 kg flokki kvenna og per­sónu­leg bæt­ing hjá Sól­veigu.

Ein­ar Ingi Jóns­son var létt­ast­ur karl kepp­end­anna, 71,47 kg, og keppti því í -77kg flokki. Hann snaraði 112 kg í ann­ari til­raun eft­ir að hafa klikkað á þeirri þyngd í fyrstu til­raun. Hann klikkaði síðan á 118 kg í þriðju til­raun. Í jafn­hend­ingu byrjaði hann á 142 kg en fékk síðan 148 kg ógilt fyr­ir svo­kallaða pressu. Hann fékk því aðeins 2 af 6 lyft­um gild­ar en það dugði hon­um til þess að vera með stiga­hæsta ár­ang­ur allra karl­kyns kepp­enda.

Guðmund­ur Högni Hilm­ars­son átti gott mót en hann vigtaðist 93,88 kg og keppti í -94 kg flokki karla. Guðmund­ur snaraði 128 kg og 134 kg sem var nýtt Íslands­met. Hann reyndi síðan við 136 kg í þriðju til­raun. Í jafn­hend­ingu lyfti hann 155 kg og 160 kg sem var nýtt Íslands­met og var ár­ang­ur hans einnig nýtt Is­lands­met í sam­an­lögðum ár­angri.

Bjarmi Hreins­son keppti líkt og Guðmund­ur í -94kg flokki. Hann snaraði 118 kg og 128 kg og reyndi líkt og Guðmund­ur Högni við 136 kg í loka­tilraun og var mjög nærri því að lyfta þeirri þyngd. Bjarmi átti eldra metið í flokkn­um, 133 kg, sett fyr­ir ári síðan á Smáþjóðal­eik­un­um sem haldn­ir voru á Kýp­ur 2016. Bjarmi byrjaði jafn­hend­ing­una á 145 kg en klikkaði síðan naum­lega á 153 kg og 155 kg í ann­ari og þriðju til­raun.

Þetta var í 39. sinn sem Smáþjóðal­eik­arn­ir í ólymp­ísk­um lyft­ing­um voru haldn­ir. Það var tölu­verður miss­ir að því að lið Kýp­ur sem hef­ur oft­ast unnið mótið síðustu ár þurfti að draga sig úr leik að sök­um fjár­hags­vand­ræða sam­bands­ins þar í landi. Ísland vann því mótið, lið Möltu varð í öðru sæti og San Marínó í þriðja sæti.

Í til­kynn­ingu frá Lyft­inga­sam­bandi Íslands seg­ir að Ísland muni halda 40. Smáþjóðal­eik­ana á næsta ári, 2018,  og verði þar með gest­gjafi þeirra í fyrsta skipti. Líkt og á Íslandi hafi mik­il spreng­ing orðið í iðkun íþrótt­ar­inn­ar í ríkj­um smáþjóða Evr­ópu og bú­ast megi við góðri keppni.

Færðu inn athugasemd