Smáþjóðleikarnir í ólympískum lyftingum á Laugardaginn (22.Apríl)

Komið er að þriðja landsliðsverkefninu í mánuðinum en það eru smáþjóðleikarnir í San Marino í ólympískum lyftingum. Þetta er í 39. skipti sem smáþjóðleikar í ólympískum lyftingum eru haldnir en á næsta ári verða þeir á Íslandi í fyrsta skiptið. Keppt er í liðakeppni 3 Karlar og 2 Konur og eins og áður hefur komið fram er landslið Íslands á mótinu skipað eftirfarandi keppendum:

Karlar
Guðmundur Högni Hilmarsson
Einar Ingi Jónsson
Bjarmi Hreinsson

Konur
Björk Óðinsdóttir
Sólveig Sigurðardóttir

Allir keppendur eru í sínu besta formi og líklegt er að einhver íslandsmet séu í hættu á mótinu. Kýpverjar sem hafa unnið keppnina síðustu ár drógu sig úr keppni að sökum fjárhagserfiðleika og eru því maltverjar þeir líklegustu til að veita okkar fólki keppni.

Við munum reyna að miðla úrslitum hratt og örugglega í gegnum heimasíðuna (lsi.is), afreksgagnagrunn LSÍ og Instagram síðu LSÍ. Einnig er snap chat aðgangurinn „icelandic weightlifting“ virkur meðal iðkennda og keppenda í ólympískum lyftingum og þá er yfirleitt keppendur eða þjálfarar sem stýra honum.

San Marino Cup er haldið samhliða mótinu og eru alls 64 keppendur á mótinu m.a. nokkrir sterkir keppendur frá Þýskalandi.

Íslensku kvenn keppendurnir munu keppa klukkan 12:00 á staðartíma (10:00 á íslenskum tíma á Laugardaginn)

kvk_sm

Karlar keppa síðan klukkan 15:00 á staðartíma (13:00 á íslenskum tíma)

kk_sm

 

 

Færðu inn athugasemd