Katla Björk Ketilsdóttir (UMFN) mun keppa á HM 17 ára og yngri sem fram fer í Bankok klukkan 1:00 í nótt (6.Apríl). Hún keppir klukkan 8:00 á staðartíma og er að fara að fara að hefja vigtun þegar þetta er skrifað.
Katla keppir í stórum C-hópi keppenda (15 keppendur), Katla er ein norðurlandabúa sem keppir á mótinu. En alls eru 44 keppendur skráðir í -58kg flokk kvenna sem er fjölmennasti þyngarflokkurinn í kvenna keppninni. Mótið er undankeppni fyrir Ólympíuleika æskunnar (f.2001 eða fyrr) sem fara fram á næsta ári og er þetta mót því sérstaklega fjölmennt 445 keppendur, 197 konur og 248 karlar.

Íslandsmet Kötlu í -58kg flokki 17 ára og yngri, 20 ára og yngri og 23 ára og yngri eru:
Snörun: 69kg
Jafnhendingu: 82kg
Samanlagt: 151kg
Norðurlandametin í -58kg flokki 17 ára og yngri eru líklegast eftirfarandi en vitað er að Suvi Talasterä lyfti 88kg á árinu 2016 og spurning hvort það hafi verið á móti sem gilti til norðurlandameta, en hún er kominn upp um flokk núna.
-58 kg
Snörun 72kg Heidi Kanervisto 1981 FIN 11-11-1998 Lahti (FIN)
Jafnhending 87kg Suvi Talasterä 1999 FIN 29.10.2016 Hafnarfjordur(ISL)
Samanlagt 158kg Suvi Talasterä 1999 FIN 29.10.2016 Hafnarfjordur(ISL)