Þuríður keppir klukkan 9:00 að íslenskum tíma á EM

Þuríður Erla Helgadóttir keppir klukkan 9:00 í fyrramálið (4.Apríl) á Evrópumeistaramótinu í Ólympískum Lyftingum sem fram fer í Split í Króatíu. Þuríður keppir í B-hóp í -63kg flokki kvenna en hún á þriðja besta árangurinn af 12 keppendum í hópnum (190kg). Hægt er að fylgjast með Þuríði keppa á heimasíðu Evrópska Lyftingasambandsins (EWF) þar sem bæði er keppnistafla og bein útsending.

Bein útsending þrýsta hér

Screenshot from 2017-04-03 22-05-11

Í A-grúppu eru síðan 9 konur, A-grúppan verður sýnd beint á Eurosport 17:25 á morgun en allar A-grúppur mótsins eru sýndar beint á Eurosport. Þar er íslands vinkonan Anni Vuohijoki meðal keppenda.

Screenshot from 2017-04-03 22-13-53

Færðu inn athugasemd