Lyftingasamband Íslands auglýsir eftir starfsmanni

Lyftingasamband Íslands (LSÍ) óskar eftir að ráða starfsmann/framkvæmdastjóra í 20% stöðu.

Starfssvið:
• Samskipti við stjórn, nefndir og félög.
• Undirbúningur við landliðsverkefni.
• Viðburðarstjórnun.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun og/eða starfsreynsla sem nýst getur í starfinu.
• Góðir samskiptahæfileikar.
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
• Góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli (kostur).
• Góð tölvukunnátta.
• Reynsla af markaðsmálum er kostur.
• Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á íþróttahreyfingunni og/eða ólympískum lyftingum.

Umsóknarfrestur er til 22.janúar

Umsóknir og spurningar sendast á asgeir@lsi.is

Samningur frá 1.febrúar 2017 til 31.mars 2018, laun samkvæmt samkomulagi.

Færðu inn athugasemd