Stjórn LSÍ hefur valið lyftingafólk ársins 2016
Þuríður Erla Helgadóttir (f.1991) úr Ármanni er lyftingakona ársins 2016 og er þetta annað árið í röð sem hún hlýtur titilinn. Þuríður varð í 14.sæti í -58kg flokki á Evrópumeistaramótinu í Ólympískum Lyftingum sem haldið var í Noregi. Hún varð einnig Íslandsmeistari 2016 í -58kg flokki og stigahæsti íslenski keppandinn á því móti og jafnframt stigahæst íslenskra kona allra tíma þegar hún snaraði 80kg og jafnhenti 104kg sem gáfu henni 260 Sinclair stig.
Yfirlit yfir árangur Þuríðar: http://results.lsi.is/lifter/turidur-erla-helgadottir
Andri Gunnarsson (f.1983) úr lyftingafélagi Garðabæjar er lyftingakarl ársins 2016. Hann varð Íslandsmeistari 2016 og stigahæsti maður mótsins þegar hann snaraði nýtt íslandsmet 157kg í +105kg flokki karla og jafnhenti einnig nýtt met 186kg sem gáfu honum 354,6 Sinclair stig.
Yfirlit yfir árangur Andra: http://results.lsi.is/lifter/andri-gunnarsson
Ungmenni ársins (karlaflokkur)
Einar Ingi Jónsson (f.1996), Lyftingafélagi Reykjavíkur er ungmenni ársins í karlaflokki. Einar Ingi keppti á 7 mótum á árinu og setti Íslandsmet í einni eða fleiri greinum á þeim öllum í -69kg flokki karla. Hann endaði í 10.sæti á Evrópumeistaramóti 20 ára og yngri. Hann varð Norðurlandameistari unglinga í -69kg flokki og í þriðja sæti á Norðurlandamóti fullorðinna. Einar varð Íslandsmeistari í -69kg flokk karla og einnig Íslandsmeistari unglinga í sama flokki, þá var hann í liði Íslands á Smáþjóðleikunum í Ólympískum lyftingum. Stigahæsta árangrinum náði hann á Norðurlandameistaramóti fullorðinna þegar hann snaraði 110kg og jafnhenti 143kg sem gáfu honum 341,1 Sinclair stig.
Yfirlit yfir árangur Einars: http://results.lsi.is/lifter/einar-ingi-jonsson
Ungmenni ársins (kvennaflokkur)
Freyja Mist Ólafsdóttir (f.1996), Lyftingafélagi Reykjavíkur er ungmenni ársins í kvennaflokki. Freyja Mist setti 10 Norðurlandamet unglinga á árinu í -75kg og +75kg flokki kvenna 20 ára og yngri. Freyja varð í 8.sæti á Evrópumeistaramóti unglinga 20 ára og yngri í -75kg flokki. Hún varð Norðurlandameistari unglinga í +75kg flokki og fullorðinna í -75kg flokki. Besti árangur hennar á árinu var þegar hún snaraði 88kg og jafnhenti 106kg sem tryggðu henni 227,9 Sinclair stig.
Yfirlit yfir árangur Freyju: http://results.lsi.is/lifter/freyja-mist-olafsdottir