Freyja Mist Ólafsdóttir lauk keppni á Evrópumeistaramóti Unglinga 20 ára og yngri í 8.sæti í -75kg flokk.
Freyja snaraði nýtt norðurlandamet unglinga í -75kg flokki 83kg en náði með herkjum að klára jafnhendinguna í þriðju og síðustu tilraun með 96kg. Samanlagður árangur er líka nýtt Íslandsmet í -75kg flokki kvenna 20 ára og yngri. Freyja glýmdi við eymsli í hné á mótinu og sýndi mikinn karakter að klára jafnhendinguna.
Freyja og lyftingar á íslandi vöktu athygli insidethegames sem fjölluðu um mótið.
https://www.instagram.com/p/BNxKpIbh3Xv/?taken-by=freyjamist&hl=en