Einar Ingi með nýtt íslandsmet í snörun

Einar Ingi Jónsson endaði í 10.sæti á Evrópumeistaramóti Unglinga í ólympískum lyftingum sem fram fer í Eilat í Ísrael.

Einar hóf keppni með því að snara 107kg því næst fór hann í 113kg sem var nýtt íslandsmet í fullorðins og unglingaflokkum, í þriðju tilraun reyndi hann við 116kg en það fór ekki upp.

Í jafnhendingu opnaði hann á 136kg rétt yfir tvöfaldri líkamsþyngd (67.72kg) en stöngin lenti illa á honum, hann ákvað því að fara aftur í þá þyngd og lyfti henni létt og 10.sætið tryggt.

Þegar hér var komið við sögu átti Einar eina tilraun eftir, hinn breski Louis Hampton lyfti 140kg og var því með forustu á Einar en Einar lyfti 3kg meira í snörun. Í stað þess að tryggja sér 9.sætið þá var kallað 146kg á stöngina en það var tilraun til nýs norðurlandamets unglinga en Einar hefur aðeins út árið til að setja met í unglingaflokki. Þessari þyngd lyfti Einar upp fyrir haus á NM fullorðinna í Finnlandi en fékk dæmt ógilt og reyndi síðan aftur við á NM unglinga í Hafnarfirði og meiddi sig á ökkla í þeirri tilraun og þurfti að hætta keppni. Þyngdin fór ekki upp í dag og 10.sætið var því staðreynd en Einar má vel við una að keppa í A-hóp á sínu fyrsta stórmóti og setja samt íslandsmet í snörun.

Þess má geta að hinn sænski Victor Ahlm sem keppti í B-hóp karla í -69kg flokki 20 ára og yngri reyndi einnig við norðurlandametið 146kg fyrr um daginn í sinni þriðju tilraun.

Norðmaðurinn Eskil Andersen setti glæsilegt norðurlandamet 17 ára og yngri þegar hann lyfti 153kg í jafnhendingu í B-hóp -77kg flokk karla 20 ára og yngri.

 

 

Færðu inn athugasemd