Haustmótið fór fram í Íþróttahúsinu í Hveragerði í dag (17.September) í umsjón Lyftingafélagsins Hengils.
Heildarúrslit má finna hér:http://results.lsi.is/meet/haustmot-2016
Nokkur unglinga og öldungamet féllu á mótinu
Katla Björk Ketilsdóttir (UMFN) [f.2000] setti ótal met í -63kg flokki 17 ára og yngri sem og 20 ára og yngri. Þegar hún snaraði 66kg og jafnhenti 82kg.
Lilja Lind Helgadóttir (LFG) [f.1996] setti met í jafnhendingu í -69kg flokki 20 ára og yngri þegar hún jafnhenti 92kg.
Guðrún Sólveig Sigurgrímsdóttir (Ármanni) [f.1968] (móðir Lilju og Þuríðar Erlu) setti Masters met í flokkum M35, M40 og M45 með 45kg í snörun og 65kg í jafnhendingu.
Einar Ísberg (Hengill) [f.2002] setti unglingamet í mörgum flokkum í -56kg flokki þegar hann snaraði 33kg og jafnhenti 55kg. Björgvin Karl Guðmundsson Crossfit hetja var þjálfari Einars á mótinu og greinilegt að hann hefur kennt Einari vel.