12 keppendur 9KVK og 3KK mættu til leiks í Borgarnesi á unglingalandsmót UMFÍ. Keppendur á 11-18 aldursári geta þar keppt í fjölda greina og nú annað árið í röð voru ólympískar lyftingar meðal keppnisgreina.
Heildarúrslit: http://results.lsi.is/meet/unglingalandsmot-umfi-2016
Katla Björk Ketilsdóttir (UMFN) fylgdi eftir góðum árangri á Sumarmótinu á Akureyri þegar hún bætti sig í snörun og lyfti 61kg (met U17) og síðan 64kg sem var bæði íslandsmet í 17 ára og yngri sem og 20 ára og yngri en fyrra metið var 63kg í eigu Sólveigar Sigurðardóttir (LFG) sem keppti í liðakeppninni á nýliðnum heimsleikum í Crossfit.

Matthías Abel Einarsson (Hengill) endurheimti snöru metin sín í -62kg flokk þegar hann lyfti 61kg og 64kg. Hann lyfti síðan 75kg í jafnhendingu og setti met með þeirri lyftu í flokki 17 ára og yngri.
Í flokki 15 ára og yngri voru yngstu keppendur á 11 aldursári en keppt var með 5kg stön í þeim flokki þar sem keppendur voru að taka sín fyrstu skref.

Bakvísun: Úrslit: Íslandsmót í ólympískum lyftingum og klassískum kraftlyftingum – Fjölhreysti.is