Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Íþrótta og Ólympíusamband Íslands undirrituðu í dag tímamótasamning til næstu þriggja ára um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. Framlagið mun hækka í áföngum úr 100 milljónum á fjárlögum síðasta árs í 400 milljónir á næstu þremur árum og er því um fjórföldun að ræða.
Önnur framlög ríkisins til ÍSÍ voru einnig aukin um 60 milljónir. Lyftingasambandið fagnar þessari fjármögnun.

Líney Rut (framkvæmdastjóri ÍSÍ), Sigurður Ingi (forsætisráðherra), Lárus Blöndal (forseti ÍSÍ), Illugi Jökulsson (Menntamálaráðherra), Bjarni Benediktsson (fjármálaráðherra)