
Unglingalandsmót UMFÍ fer fram um verslunarmannahelgina og hefst 28.júlí og endar 31. júlí. Mótið er fyrir 11-18 ára og þarf aðeins að greiða eitt þátttökugjald. Gjaldið er 7.000 krónur og er hægt að skrá sig til keppni í fleiri en einni grein fyrir þetta eina verð, t.d. frjálsar íþróttir, lyftingar ofl.
Skráning fer fram á vef UMFÍ: http://skraning.umfi.is/
Ólympískar lyftingar verða nú með annað árið í röð og mun Lárus Páll Pálsson (laruspallpalsson@gmail.com) verða greinastjóri. Ólympíski hlutinn fer fram Laugardaginn 31.Júlí í Menntaskólanum í Borgarnesi.
Vigtun hefst 9:00
Mótið hefst 11:00
Strákar 11 til 15 ára og 16 til 18 ára hefst kl. 11:00
Stelpur 11 til 15 ára og 16 til 18 ára hefst kl. 13:00
Keppt verður í tveimur aldurshópum:
18 ára og yngri (KVK og KK)
15 ára og yngri (KVK og KK)
Keppt í sinclair í samanlögðum árangri en ekki er nauðsynlegt að ná gildri snörun til að fá að lyfta í jafnhendingu.