Norðurlandamót unglinga verður haldið á Íslandi (Kaplakrika) helgina 29.-30. Október og undirbúningur er hafin. Æfingabúðir sem haldnar voru í Reykjanesbæ um síðustu helgi með landsliðshóp 20 ára og yngri og 17 ára yngri voru fyrsti liður í þessum undirbúningi. Tvær æfingar voru haldnar, fyrirlestur um hvað er framundan á árinu og Sævar Ingi Borgarsson hélt fyrirlestur um liðleika, meðhöndlun og fyrirbyggjandi æfingar. Hópurinn borðaði síðan saman á Thai í Keflavík.
Lyftingasambandið þakkar íþróttamönnum og þjálfurum fyrir góða mætingu með von um að þetta verði bætingasumar.