Þuríður Erla Helgadóttir lauk keppni með 80kg í snörun og 103kg í jafnhendingu í -58kg flokki kvenna á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem fram fer í Förde í Noregi. Hún varð í 14.sæti af 22.keppendum.
Þuríður opnaði í snörun á 76kg fór því næst í 80kg og lokatilraun hennar var við 83kg sem hefði verið bæting um 2kg á íslandsmeti hennar í snörun, hún sat undir þeirri þyngd en missti lásinn á hægri olnboga og lyftuna síðan aftur fyrir sig. Í jafnhendingu opnaði hún á 98kg, fór því næst í 103kg sem hún lyfti auðveldlega og í lokatilraun fór hún í 105kg sem hefði gefið henni 3.sætið í hópnum og nýtt íslandsmet í jafnhendingu. 105kg lyftan fór ekki upp og Þuríður endar því með 183kg í samanlögðum árangri og 259,2 Sinclair stig sem er aðeins 1kg og 0,8stigum frá hennar besta árangri.

Loka niðurstaða B-hóps
Þessi árangur er bæting um 2kg á árangri hennar frá því á HM 2015 og þetta þýðir því að hún fer upp um einhver sæti á heimslistanum fyrir Ólympíuleikana 2016 en loka listinn mun liggja fyrir 20.Júní. Minnum á afreksgagnagrunn sambandsins: http://results.lsi.is/meet/evropumeistaramotid-2016

Upphitun hjá Þuríði