Út er komið 136. tölublað tímarits Alþjóðalyftingasambandsins (IWF) World Weightlifting. Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um Heimsmeistaramótið sem fram fór í Houston í nóvember. Er gaman að segja frá því að á bls. 11 í umfjöllun um 58kg flokk kvenna er að finna mynd af Þuríði Erlu Helgadóttur. Tímaritið má nálgast hér.

Einnig er komið út 4. tölublað Vísindarits Lyftingasambands Evrópu (EWF Scientific Magazine). Í blaðinu er fjallað um ólympískar lyftingar, almenna styrktarþjálfun og tengda þætti frá vísindalegu sjónarhorni. Er það öllum opið og má nálgast hér.