Lyftingasamband Íslands hefur valið lyftingafólk ársins
Lyftingakona ársins
Þuríður Erla Helgadóttir (f.1991), Ármanni. Hún varð stigahæst íslenskra kvenna á árinu þegar hún snaraði 81kg og jafnhenti 100kg í -58kg flokki á Heimsmeistaramótinu í lyftingum sem fram fór í Houston, Texas. Sá árangur tryggði henni einnig svokallaðan Elite pin Lyftingasambands Norðurlanda og er hún fyrst íslenskra kvenna og fjórði Íslendingurinn til að hljóta þann heiður. Hún varð einnig Norðurlandameistari í -58kg flokki (78+97). Stigahæsta konan á Íslandsmeistaramótinu 2015 (80+103) og sigurvegari RIG 2015 (74+96). Hún setti alls 14 íslandsmet á árinu í -58kg og -63kg flokki kvenna og var með 249,72 Sinclair stig að meðaltali í þeim fjórum mótum sem hún keppti á.
Lyftingakarl ársins
Andri Gunnarsson (f.1983), Lyftingafélagi Garðabæjar. Andri er stigahæsti lyftingamaður ársins en sá árangur náðist á Íslandsmeistaramótinu 2015 þegar hann snaraði 150kg og jafnhenti 180kg í +105kg flokki. Það er þyngsta jafnhending og samanlagði árangur Íslendings undanfarin 10 ár.
Lyftingasambandið veitir aftur verðlaun til bestu ungmenna (20 ára og yngri) í karla og kvenna flokki.
Ungmenni ársins (karlaflokkur)
Guðmundur Högni Hilmarsson (f.1996), Lyftingafélagi Reykjavíkur. Guðmundur var stigahæstur pilta 20 ára og yngri og næst hæstur karla á árinu. Bestum árangi náði hann þegar hann snaraði 125kg og jafnhenti 158kg á Smáþjóðleikunum sem tryggði honum bronsverðlaun í stigakeppni mótsins. Hann varð Norðurlandameistari unglinga í -85kg flokki og í 14. sæti á EM unglinga í -85kg flokki. Hann setti 8 íslandsmet í flokki fullorðinna þar með jafnhendingu bæði í -85kg og -94kg , auk 16 Íslandsmeta í öllum greinum í -85kg og -94kg flokki unglinga (20 ára og yngri) og 8 íslandsmeta í flokki ungkarla (23 ára og yngri)
Ungmenni ársins (kvennaflokkur)
Lilja Lind Helgadóttir (f.1996) Lyftingafélag Garðabæjar. Hún varð stigahæst kvenna 20 ára og yngri þegar hún lyfti 80kg í snörun og 97kg í jafnhendingu á Kaupmannahafnarleikunum í lyftingum. Hún varð Norðurlandameistari í unglingaflokkum 3. árið í röð og í 10. sæti á HM 20 ára og yngri í -75kg flokki. Setti Íslandsmet í -75kg flokki fullorðinna í öllum greinum.

Lilja Lind keppti í Kaupmannahöfn á fyrsta móti ársins

Þuríður vann glæsilegan sigur á RIG 2015

Guðmundur Högni varð stigahæstur íslendinganna á smáþjóðleikunum í Mónakó

Andri Gunnarsson og Þuríður Erla Helgadóttir urðu stigahæst á Íslandsmeistaramót

Lilja Lind keppti á HM unglinga í Póllandi

Þurí varð norðurlandameistari í -58kg flokki kvenna

Guðmundur Högni keppti á EM unglinga í Litháen

Guðmundur Högni á verðlaunapalli á NM unglinga í Noregi

Þurí kláraði síðan árið á HM fullorðinna í Texas