Þær Hjördís Ósk, Annie Mist og Katrín Tanja luku keppni á heimsmeistaramótinu í Houston í gærkvöldi og nótt.

Hjördís með 72kg í snörun
Hjördís hóf leikinn í C hóp -63kg flokki kvenna með því að lyfta 67kg, 72kg og loks 75kg í snörun sem er jafnt hennar besta árangri. Hún opnaði síðan á 100kg í jafnhendingu, fór í 105kg sem hún clean-aði en missti jarkið. Hún reyndi síðan við nýtt íslandsmet 106kg en það fór ekki upp. Hjördís getur gengið sátt og reynslunni ríkari frá þessu móti.

Heildarúrslit -63kg C-hóps kvenna
Dagurinn endaði síðan á D hóp -69kg flokki kvenna en 44 keppendur eru skráðir í þann flokk á mótinu. Þær stöllur Katrín og Annie stóðu sig mjög vel en Katrín varð íslandsmeistari í Crossfit fyrir um viku síðan. Þær voru nokkuð samstíga í snöruninni, opnuðu báðar á 78kg og fóru því næst í 84kg, Katrín fór í þriðju tilraun í 87kg sem hefði verið bæting á íslandsmeti hennar um 2kg og stóð hún upp með þá þyngd en fékk ógilt þar sem vinstri olnbogi fór aðeins úr lás í botnstöðu. Annie fór í 88kg í lokatilraun og fékk hana gilda, 3kg bæting á Íslandsmeti í hús og bæting á persónulegum árangri.

Katrín Tanja lyfti 85kg í snörun á Íslandsmeistaramótinu í Ólympískum Lyftingum fyrr á þessu ári. Hún þurfti að sjá á eftir íslandsmetinu til Annie
Í jafnhendingunni byrjaði Katrín á 90kg, því næst 94kg en klikkaði í þriðju tilraun á 98kg sem hefði verið persónuleg bæting um 1kg frá því á Íslandsmótinu í Apríl. Annie keppti ekki á íslandsmeistaramótinu í crossfit og kom því hvíldari inn í mótið en Katrín og gerði frábæra hluti í jafnhendingunni með því að opna á 100kg, taka síðan 105kg og loks 108kg í lokatilraun. Það var 3kg bæting á íslandsmetinu hennar í -69kg flokki kvenna og 6kg bæting á metinu í samanlögðum árangri eða 196kg.

Þessi mynd var tekin á RIG 2014 þá lyfti Annie 95kg í jafnhendingu

Heildarúrslit D-hóps -69kg flokk kvenna
Katrín endaði 9/11 keppendum í hópnum og Annie 5/11 keppendum en 4 keppendur lyftu sömu heildarþyngd (196kg) og Annie og er þeim því raðað eftir þeirri þyngd sem þeir vigtuðust inn í mótið.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er síðust íslensku keppendanna en hún keppir föstudaginn 27.Nóv í -75kg flokk og munum við gera því betri skil þegar nær dregur.

Annie og Katrín með þjálfurnum að lokinni keppni (f.v. Árni, Annie, Katrín, Ingi, Frederik)
Hægt er að sjá upptöku af lyftunum hjá Annie og Katrínu á: https://www.instagram.com/floelite/
Allar lyftur úr flokkunum hjá Hjördísi má sjá á eftirfarandi síðum: Snörun og jafnhending