Þrír íslenskir keppendur keppa 24.Nóvember

f.v. Annie, Hjördís, Katrín, Ingi Gunnar á æfingu í gær
Fyrst keppir Hjördís Ósk Óskarsdóttir FH í -63kg flokki, en Hjördís keppir klukkan 14:00 á staðartíma eða 20:00 í C hóp.

Hjördís á best 75kg í snörun og 105kg í jafnhendingu síðan á íslandsmótinu í Apríl.
Crossfit stjörnurnar Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir úr Lyftingafélagi Reykjavíkur keppa síðan klukkan 21:25 á staðartíma í D hóp -69kg flokks kvenna eða 03:25 25.Nóv. 
Tia-Clair Toomey sem vann til silfurverðlauna á heimsleikunum í crossfit keppti í gær með Þuríði í -58kg flokki með 82kg í snörun og 105kg í jafnhendingu.