Gísli Kristjánsson (LFR) varð rétt í þessu Heimsmeistari í 105kg flokki 50-54 ára á Heimsmeistaramóti öldunga sem fram fer í finnsku borginni Rovaniemi.
Gísli setti glæsilegt heimsmet í snörun í flokknum er hann lyfti 142kg og bætti gamla metið um 7kg. Gísli lyfti síðan 150kg í jafnhendingu en mistókst tvívegis við 159kg sem hefði tryggt honum heimsmet í samanlögðu. Gísli lyfti því samnlagt 292kg og sigraði með yfirburðum en næsti maður lyfti 228kg.
Þá varð Gísli stigahæsti keppandinn í flokki 50-54 ára með 414.83 Meltzer-Faber stig.
Úrslit mótsins fá finna hér : http://www.masters2015.fi/results en Gísli keppti í session 32.
LSÍ óskar Gísla til hamingju með titilinn og heimsmetið.
