Norðurlandamót 2015: Dagur 1

20150829_181740

f.v. Árni Björn, Oddrún Eik, Freyja, Hjördís, Þuríður og Ingi Gunnar

Íslensku stelpurnar stóðu sig frábærlega í dag, frekari lýsing á mótinu mun koma seinna í dag en úrslit munu fara inn í gagnagrunn sambandsins þegar þau berast: http://results.lsi.is/meet/nordic-championship-ntf-2015

Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann) varð í dag norðurlandameistari í -58kg flokki kvenna á Norðurlandameistaramótinu í ólympískum lyftingum sem fram fer í Slagelse í Danmörku núna um helgina.

Þuríður lyfti 78kg í snörun sem var bæting um 2kg á íslandsmeti Önnu Huldu Ólafsdóttur sem varð norðurlandameistari 2014 í sama flokki. Íslenska liðið var með öndina í hálsinum eftir að hún hafði klikkað á byrjunarþyngdinni 73kg og fyrri tilraun á 78kg. Þuríður lyfti hinsvegar þyngdinni í lokatilraun og kom sér í yfirburðarstöðu fyrir jafnhendinguna. Þar lyfti hún síðan 97kg sem jafnframt var bæting á hennar eigin íslandsmeti um 1kg. Hún reyndi við 104kg í lokatilrauninni sem hefði verið persónulegt met.

Oddrún Eik Gylfadóttir (Ármann) keppti einnig í sama flokki og hefur átt betri daga á pallinum, hún fór með opnunarþyngdirnar sínar 64kg í snörun og 77kg í jafnhendingu. Hún endaði í 6.sæti í -58kg flokki.

Hjördís Ósk Óskarsdóttir (FH) varð önnur í -63kg flokki kvenna, hún snaraði 70kg og jafnhenti 102kg. Í lokatilraun reyndi hún við 106kg sem hún rétt missti í efstu stöðu.

Freyja Mist Ólafsdóttir (LFR) keppti síðan síðust íslensku keppandanna í dag og lyfti 76kg í snörun og 92kg í jafnhendingu sem gáfu henni bronsverðlaun eftir æsi spennandi keppni við hina dönsku Karina Hauge en þær lyftu sömu þyngd en Karina var 2kg léttari og fékk því silfur.

Færðu inn athugasemd