Góð mæting var í æfingabúðir sem LSÍ stóð fyrir um helgina. Lyftingasambandið vill þakka Sporthúsinu í Reykjanesbæ fyrir að lána aðstöðuna:
Sautján lyftingakarlar og konur mættu og tóku á því á tveimur æfingum undir stjórn Inga Gunnars. Hluti af hópnum fer í lok mánaðarins á NM í Danmörku og voru æfingabúðirnar vettvangur til að þjappa hópnum saman fyrir þá ferð.
Tvær æfingar voru teknar, hópurinn borðaði saman á Thaí Keflavík, Birgir Sverrisson starfsmaður ÍSÍ flutti fyrirlestur um lyfjaeftirlit ÍSÍ og Haraldur Björn Sigurðsson sjúkraþjálfari fór yfir helstu meiðsli lyftingamanna og fyrirbyggjandi aðferðir.

