Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum sem fylgist með lyftingum að Katrín Tanja Davíðsdóttir (LFR) vann heimsleikana í Crossfit 2015. Katrín hefur hefur verið dugleg að keppa í ólympískum lyftingum fyrir Íslands hönd og varð m.a. norðurlandameistari unglinga 2012, vann silfur 2013 og síðan silfur 2014 á norðurlandameistaramóti fullorðinna.
Norðurlandamót fullorðinna 2015 fer fram í Danmörku í lok Ágúst og verður Katrín á meðal keppenda.
Björgvin Karl Guðmundsson (Hengill) og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (UMFN) unnu bronsverðlaun á leikunum.
Lyftingasamband Íslands óskar þeim innilega til hamingju með þennan magnaða árangur og hlakkar til að sjá þau á næsta móti.
