Sumarmót LSÍ fór fram í húsakynnum Lyftingafélags Hafnarfjarðar í dag (4.Júlí). LSÍ óskar þeim til hamingju með flott mót ! Einnig viljum við koma fram þökkum til allra sem lögðu hönd á plógin á ritaraborði og í dómgæslu.
Heildarúrslit frá mótinu má nálgast hér: http://results.lsi.is/meet/sumarmot-2015

Sigurvegararmótsins Aníta Líf Aradóttir (Hengil) og Jakob Daníel Magnússon (LFH) (Mynd tekin af facebook vef lyftingafélags hafnarfjarðar)
Veitt voru verðlaun fyrir þrjá stigahæstu keppenduna í karla og kvenna flokki sem voru eftirfarandi:
| # | Nafn | Lið | Kyn | Vigt | Total | Sinclair |
|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Aníta Líf Aradóttir | HEN | F | 67,95 | 150,0 | 190,0 |
| 2 | Rakel Ragnheiður Jónsdóttir | LFG | F | 48,80 | 84,0 | 135,7 |
| 3 | Hildur Byström | LFH | F | 65,80 | 97,0 | 125,3 |
| # | NAFn | Félag | Kyn | Vigt | Total | Sinclair |
|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Jakob Daníel Magnússon | LFH | M | 84,50 | 260,0 | 311,6 |
| 2 | Ingólfur Þór Ævarsson | UFN | M | 98,15 | 267,0 | 299,2 |
| 3 | Einar Ingi Jónsson | LFR | M | 67,75 | 219,0 | 298,1 |
Einar Ingi Jónsson (LFR) setti tvö met í fullorðinsflokki þegar hann lyfti 123kg í jafnhendingu í -69kg flokki, þ.e. í jafnhendingu og samanlögðum árangri.
Mótið var það fyrsta í liðabikar LSÍ og fór það svo að Lyftingafélag Garðabæjar tók forustu en Sumarmótið, Haustmótið og Jólamótið telja í keppninni:
| # | Félag | Stig | Útreiknuð Stig |
|---|---|---|---|
| 1 | LFG | 33 | 7 + 7 + 5 + 4 + 4 + 3 + 3 |
| 2 | Ármann | 15 | 7 + 3 + 2 + 2 + 1 |
| 3 | LFR | 14 | 7 + 7 |
| 4 | Hengill | 12 | 7 + 5 |
| 5 | LFH | 12 | 7 + 5 |
| 6 | Stjarnan | 9 | 5 + 4 |
| 7 | UMFN | 7 | 7 |
| 8 | FH | 5 | 5 |
Heildar úrslit má sjá í gagnagrunni sambandsins, ennþá vantar úrslit frá nokkrum keppendum sem féllu úr leik eða þurftu að hætta keppni en það kemur inn á næstu dögum.