Lilja Lind Helgadóttir (f.1996) hefur lokið keppni á heimsmeistaramóti unglinga í Póllandi. Hún fór aðeins með opnunarþyngdirnar sínar í gegn 72kg í snörun og 90kg í jafnhendingu. Hún átti mjög góðar tilraunir við 75kg og 77kg í snörun. Í aðdraganda mótsins tognaði hún lítillega á læri sem setti strik í lokaundirbúning fyrir mótið en hún reyndi tvisvar sinnum við 95kg í jafnhendingu en lappirnar leyfðu það ekki í dag. Það dugði þó Lilju þó í 10. sæti í keppninni en 12 hófu leik, keppandi frá Braselíu og Suður-Kóreu helltust úr leik í jafnhendingunni.
Við óskum henni til hamingju með að klára sitt fyrsta stórmót og vonandi kemur hún tvíelfd til leiks á næsta mót. Mótið er liður í forkeppni ólympíuleikanna og fer árangur Lilju Lindar því á heimslistann.

