Ísland átti enga keppendur á evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem lauk í Georgíu í gær laugardaginn 18.Apríl. Ákveðið var að senda frekar keppendur á Heimsmeistaramótið í Houston þar sem ferðin til Georgíu er löng og dýr.
Norðurlandaþjóðirnar sendu allar keppendur (14kvk og 11kk) að undanskildu Íslandi og eru úrslit þeirra keppenda komin inn í gagnagrunn LSÍ: http://results.lsi.is/meet/evropumeistaramot-ewf-2015
Heildarúrslit mótsins má sjá á heimasíðu easywl þar sem einnig má sjá myndbönd af flest öllum lyftum mótsins: http://www.easywl.com/results/
Bestu norðurlandabúarnir voru Ruth Kasirye (NOR) í kvennaflokki sem varð fimmta í -69kg flokki með 105kg í snörun og 127kg í jafnhendingu, það gaf henni 292,1 stig. Í karlaflokki skoraði Miika Antti-Roiko (FIN) hæst með 150kg í snörun og 195kg í jafnhendingu í -94kg flokki, sá árangur færði honum 394,8 stig.