Í dag var borin til grafar í Sauðakrókskirkju Elísabet Sóley Stefánsdóttir. Elísabet var kosin á síðasta lyftingaþingi í stjórn Lyftingasambandsins og gengdi hún stöðu gjaldkera á starfsárinu sem nú er að ljúka. Það er búið að vera erfitt að horfa upp á veikindi Elísabetar síðustu mánuði og baráttu hennar við krabbameinið. Elísabet var mikill orkubolti og var hún alltaf tilbúin að leggja fram hjálparhönd. Stjórn lyftingasambandsins sendir dætrum hennar og aðstandendum samúðarkveðjur.
Minningarathöfn verður haldin í Seljakirkju föstudaginn 27.Febrúar klukkan 20.
Einnig verða haldnir minningartónleikar í Tjarnarbíói 26.mars: http://skagfirdingafelagid.is/is/read/2015/02/17/barattukona-fallin-fra-minningartonleikar-i-mars