Anna Hulda lyftir á morgun

Anna Hulda Ólafsdóttir keppir á morgun á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem fram fer í Tel Aviv í Ísrael. Hún mun keppa klukkan 11:30 að staðartíma en það er klukkan 8:30 á Íslandi.

Hægt verður að fylgjast með beint í gegnum eftirfarandi síðu: http://www.easywl.com/results/index.php?idgara=142

Anna Hulda í upphitunaraðstöðunni í Tel Aviv

Anna Hulda í upphitunaraðstöðunni í Tel Aviv

Undirbúningur fyrir mótið hefur gengið vel og mun þessi reynsla nýtast Önnu í framtíðinni.

Listi yfir lyftingakonur sem keppa við Önnu Huldu

Listi yfir lyftingakonur sem keppa við Önnu Huldu

Frekari upplýsingar um mótið má finna á síðu evrópskalyftingasambandsins: http://ewfed.com/news_det.php?id=65

Færðu inn athugasemd