Lyftingaþing Lyftingasambands Íslands (2. boðun)

Reykjavík, 23.10.2013

Lyftingaþing Lyftingasambands Íslands verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal sem er staðsett að Engjavegi 6, þann 23. nóvember 2013. Dagskrá hefst kl. 15.00

Tilkynna skal framboð til stjórnar og/eða málefni sem sambandsaðilar vilja að tekin verði fyrir á þinginu með tölvupósti á lsi@lsi.is fyrir föstudaginn 8. nóvember.

Dagskrá
1)    Þingsetning.
2)    Kosin kjörbréfanefnd 3ja manna.
3)    Kosning fyrsta og annars þingforseta og tveggja þingritara.
4)    Kosnar nefndir þingsins.
Nefndir þessar eru skipaðar 3 mönnum hver.
5)    Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína
6)    Gjaldkeri leggur fyrir endurskoða reikninga sambandsins til samþykktar.
7)    Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
8)    Lagðar fram laga- og leikreglnabreytingar þær, sem fram hafa komið.
9)    Teknar til umræðu aðrar tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnarinnar, svo og önnur mál er þingið vill ræða.
ÞINGHLÉ
10)    Nefndarálit og tillögur og atkvæðagreiðsla um þær.
11)    Ákveðið gjald æfifélaga
12)    Kosning stjórnar, varastjórnar, endurskoðenda og fulltrúa á Íþróttaþing.
a)        Formaður.
b)        1-2 úr fráfarandi stjórn.
c)        2-3 meðstjórnendur.
d)        3 varamenn.
e)        2 endurskoðendur,
f)        Fulltrúi Íþróttaþing.
13)    Kosnir 3 menn í lyftingadómstól og 3 til vara.
14)    Kosinn formaður dómaranefndar.
15)    Önnur mál.
16)    Þingfundargerðir lesnar og staðfestar.
17)    Þingslit.

Vinsamlega staðfestið þáttöku ykkar eins og að ofan greinir með tölvupósti á lsi@lsi.is.
Fyrir hönd Lyftingasambands Íslands
Stjórn Lyftingasambands Íslands

Færðu inn athugasemd