138 þjóðir tóku þátt í kosningu um forystu Alþjóða lyftingasambandsins dagana 20-21 maí 2013 í Moskvu. Dr. Tamas Ajan var endurkjörinn forseti sambandssins til næstu 4 ára og Gjaldkeri- og aðalritari var kosinn Ma Wenguang. Fyrsti varaforseti var kosinn Nicu Vlad.
Að auki var kosið í Framkvæmdastjórn 5 varaforsetar og 8 meðstjórnendur. 10 voru kosnir í Dómara- og reglugerðanefnd. 10 voru kosnir í Þjálfunar- og rannsóknarnefnd og 10 voru kosnir í Læknanefndina.
