Úrslitin í RIG 2013

This slideshow requires JavaScript.

Fjöldamörg Íslandsmet voru bætt á Reykjavíkurleikunum árið 2013 en þar að auki bættu allir erlendu keppendurnir sinn besta árangur. Verðlaun voru einungis veitt út frá sinclair stigum. Mótið heppnaðist einstaklega vel og var sýnt beint frá seinni hluta mótsins á RÚV.

Anna Hulda Ólafsdóttir setti ný Íslandsmet í 58 kg flokki kvenna í snörun og samanlögðu. Hrannar Guðmundsson setti einnig ný met í 77 kg flokki karla í snörun jafnhendingu og samanlögðu. Þá bætti bandaríski meistarinn í flokki 20 ára og yngri, Mark Kollin Cockrell, sinn besta árangur.

Úrslit í karlaflokki urðu þau að í fyrsta sæti varð Mark Kollin Cockrell frá Bandaríkjunum. Í öðru sæti varð Gísli Kristjánsson úr Lyftingafélagi Reykjavíkur og í þriðja sæti varð Yngve Apneseth frá Noregi.

Úrslit í kvennaflokki urðu þau að í fyrsta sæti varð Anna Hulda Ólafsdóttir úr Lyftingafélagi Reykjavíkur. Í öðru sæti varð Þuríður Erla Helgadóttir og í þriðja sæti Hjördís Ósk Óskarsdóttir, báðar úr Ármanni.

Karlar RIG 2013 Konur RIG 2013

Færðu inn athugasemd