Þjálfaranámskeið í Ólympískum Lyftingum.
Ólympískar lyftingar með Harvey Newton
Langar þig að læra grundvallaratriðin í lyftingum og læra að miðla þeirri þekkingu áfram? Nú gefst einstakt tækifæri til að bæta kennslutækni í lyftingum og fá þá þekkingu beint frá einum fremsta lyftingaþjálfara Bandaríkjanna.
Námskeiðið verður haldið í Keili í Reykjanesbæ, *dagana 21. – 23. janúar, kl. 17:00-21:00 og 25. janúar kl. 16:00-21:00
Hægt er að skrá sig í gegnum lsi@lsi.is til 11. janúar 2013.