Viðmið LSÍ um keppnisrétt á mótum erlendis

Ný viðmið um lágmörk – pdf skjal

Viðmið LSÍ um keppnisrétt á mótum erlendis

  1. Inngangur

Viðmið þessi gilda um þau lágmörk sem keppendur þurfa að uppfylla til að ávinna sér keppnisrétt á mótum erlendis.


Lágmörk eru sett fram í samanlagðri lyftri þyngd og eru sett fram í töflum þar sem fram koma lágmörk í hverjum þyngdarflokki, aldurflokki og fyrir hvert mót.

Þyngdarflokkar frá 1.Júní 2025 eru eftirfarandi

Karlar og KK U20 & U23: -60kg, -65kg, -71kg, -79kg, -88kg, -94kg, -110kg og +110kg

Karlar U17: -56kg, -60kg, -65kg, -71kg, -79kg, -88kg, -94kg og +94kg

Konur og KVK U20 & U23: -48kg, -53kg, -58kg, -63kg, -69kg, -77kg, -86kg og +86kg

Konur U17: -44kg, -48kg, -53kg, -58kg, -63kg, -69kg, -77kg og +77kg

  1. Skráningar á mót

Forskráning á Heimsmeistaramót er að jafnaði 3 mánuðum fyrir mót og á EM, NM og Smáþjóðamótið í lyftingum er 2 mánuðum fyrir mót. 16 karlar og 16 konur geta mest verið skráð í forskráningu.

Í síðasta lagi viku fyrir forskráningu þarf íþróttamaður að láta vita hvort hann gefi kost á sér til keppni. Þá er honum einnig gerð grein fyrir áætluðum kostnaði við keppnisferð og hlutdeild hans í þeim kostnaði ef við á, skv. A, B og C lágmörkum skv. 3. gr. Keppandi getur dregið sig úr keppni áður en lokaskráning fer fram en eftir það er það ekki mögulegt.

Lokaskráning er að jafnaði mánuði síðar fyrir öll mót.

Samkvæmt reglu 3.4.2.3 í IWF (TCRR) geta að hámarki 10 karlar og 10 konur verið á loka skráningarformi, mest 2 keppendur í sama þyngdarflokk og 2 varamenn eru leyfðir af hvoru kyni.

Samkvæmt reglu 6.2.5 í IWF (TCRR) eru svo að hámarki 8 karlar og 8 konur sem geta keppt og mest 2 keppendur í sama þyngdarflokk.

Hæsti árangur í samanlagðri þyngd hefur forgang og ef tveir keppendur eiga sömu samanlögðu þyngd, gengur sá fyrir sem fyrr lyftir þyngdinni og svo koll af kolli.     

Smáþjóðamótið er stigamót og eru einstaklingar valdir til þátttöku út frá hæsta árangri í þeirri stigaformúlu sem notuð er á mótinu 18 mánuðum til 2 mánuðum fyrir mót.

  1. Flokkar fyrir lágmörk

Eftirfarandi viðmið gilda um einstaka flokka vegna skiptingu á greiðslu kostnaðar við keppnisferðir:

A Lágmörk

LSÍ greiðir kostnað keppanda, þ.e. flug, lest, gistingu, lyfjapróf og keppnisgjald. LSÍ greiðir einnig undir minnst einn þjálfara með keppenda/keppendum.

B Lágmörk

LSÍ greiðir kostnað keppanda, fyrir utan flug og annan ferðakostnað, þ.e. gistingu, lyfjapróf og keppnisgjald. LSÍ greiðir einnig undir minnst einn þjálfara með keppenda/keppendum.

C Lágmörk

Allur ferða- og gistikostnaðu er greiddur af keppenda. LSÍ borgar keppnisgjöld og lyfjapróf. LSÍ tryggir ekki að þjálfari fari á mótið en mun reyna eftir fremsta megni að senda þjálfara.

Endanleg ákvörðun um þátttöku á mótum og greiðslu kostnaðar er háð samþykki stjórnar LSÍ.

  1. Tímabil til að ná lágmörkum

Til að öðlast keppnisrétt þurfa keppendur að hafa keppt á tímabilinu frá 6 mánuðum fyrir forskráningu og fram að lokaskráningu, sem að jafnaði er mánuði síðar, og hafa lyft a.m.k. 90% af þeim lágmörkum sem þau náðu áður.
Stjórn LSÍ getur veitt undanþágu frá því að árangri sé náð innan 6 mánaða fyrir forskráningu, mæli rök með því.


Dæmi: Einstaklingur með 180 kg samanlagt lágmark þarf að ná 162 kg samanlögðu á móti.

Dæmi: Einstaklingur með 300 kg samanlagt lágmark þarf að ná 270 kg samanlögðu á móti.

Tímabilið til að ná lágmörkum á Heimsmeistaramót er 18 mánuðir og þar til 4 mánuðum fyrir dagsetningu móts. 

Tímabilið til að ná lágmörkum á Evrópumeistaramót er frá 18 mánuðum fyrir mót og þar til 3 mánuðum fyrir dagsetningu móts. 

Tímabilið til að ná lágmörkum á Norðurlandameistaramót er 18 til 2 mánuðum fyrir dagsetningu móts. 

Íþróttamenn þurfa ávallt að hafa náð C-lágmörkum á viðkomandi tímabilum en geta hækkað sig í samanlagðri lyftri þyngd fram að móti og færst upp um flokk skv. 3. gr.

Tímabilið til að ná lágmörkum á Smáþjóðaleika er 18 til 2 mánuðum fyrir dagsetningu móts og valdir eru þeir einstaklingar með hæst stig innan þess tímabils. Síðustu ár hefur keppni verið í Sinclair stigum.

  1. Skráning í ADAMS

Íþróttamaður þarf að vera skráður í ADAMS a.m.k. 3 mánuðum fyrir mót undir stjórn IWF og skulu allir íþróttamenn sem hafa náð C-lágmörkum á EM skráðir í ADAMS. 

Íþróttamaður ber ábyrgð á að fylla út skrá yfir dvalarstað sinn (e: whereabouts) samviskusamlega og er útfylling alfarið á ábyrgð íþróttamanns.

Lokafrestur til að skila inn útfylltri skrá yfir dvalarstaði í ADAMS er a.m.k. 3 mánuðum fyrir mót á vegum IWF og EWF.

  1. Þyngdarflokkar

Íþróttamaður þarf að ná lágmörkum í þeim þyngdarflokki sem hann keppir í á stórmóti.

Íþróttamaður getur keppt í þyngdarflokki fyrir ofan sinn þyngdarflokk hafi hann lyft þeim lágmarksþyngdum sem þar gilda.

Dæmi:  Kvenkyns keppandi sem á 205 kg samanlagt í -59 kg flokki er orðin 66 kg að líkamsþyngd og uppfyllir samt sem áður A lágmörk í -71 kg flokki sækist hún eftir að keppa í honum.

Þar sem breyting á þyngdarflokkum átti sér stað 1.Júní 2025 þá gilda lágmörk í eldri þyngdarflokkum. Í töflunum að neðan eru þau í grænum dálkum en nýju flokkarnir í bleikum dálkum. Nýir og gamlir flokkar hafa verið flokkaðir saman.

Dæmi: -58kg flokku kvenna sem er nýr og -59kg flokkur kvenna sem var áður. Gert er ráð fyrir því að lágmörk -59kg flokknum færist þá yfir í -58kg flokk. Ef keppandi hefur áhugi á að keppa í öðrum flokk til dæmis -63kg flokk, þarf hann að hafa lyft í þeim flokk eða lyft nægri þyngd í léttari flokknum svo lágmarkið gildi líkt og fyrra dæmið í þessari grein. 

Líkt og getið var í 2. grein þá hefur hæsti árangur í samanlagðri þyngd forgang og ef tveir keppendur eiga sömu samanlögðu þyngd, gengur sá fyrir sem fyrr lyftir þyngdinni og svo koll af kolli.

  1. Landsliðsúrval

Íþróttamaður sem náð hefur C-lágmörkum á Norðurlandamót hefur áunnið sér rétt til að vera í landsliðsúrvali og mæta á landsliðsæfingar.
Íþróttamaður þarf að skrá sig í Adams  (Lyfjaeftirlitsgagnagrunn)  þegar hann er kominn í landsliðshóp og þarf að sinna því að fylla þar inn viðeigandi upplýsingar.
Skal hann einnig fara í gegnum Adel – anti doping education á netinu innan 6 vikna frá skráningu.

  1. Gildistaka og endurskoðun

Viðmið þessi taka gildi við samþykki stjórnar og skulu endurskoðuð í janúar ár hvert.

Stjórn Lyftingasambands Íslands

Endurskoðað og samþykkt 

3. útgáfa 11.Júlí 2025

2. útgáfa 25. Apríl 2024 

1.útgáfa 20. júní 2023

HM Senior (Förde, Noregur)

https://www.forde2025.no/en/vm-vektlofting/

Dagsetnings móts: 2.október – 11.október 2025

Forskráning á mót: 2.júlí

Endanleg skráning á mót: 2.september

Konur

A-lágmörk reiknuð út frá Q-points 264±1 stig

B-lágmörk reiknuð út frá Q-points 255±1 stig

C-lágmörk reiknuð út frá Q-points 247±1 stig

+86kg flokkur notast við 100kg þyngd við útreikning

+87kg flokkur (gamli) notaðist við 92kg þyngd í útreikningi.

Tímabilið til að ná lágmörkum á Heimsmeistaramót er 18 mánuðir og þar til 4 mánuðum fyrir dagsetningu móts. 

Lágmörk í eldri þyngdarflokkum gilda (grænir dálkar) í þeim flokkum sem eru flokkaðir saman í töflunni að neðan, keppendur geta einn náð lágmörkum í nýju flokkunum.

HM Senior (Förde, Noregur) – https://www.forde2025.no/en/vm-vektlofting/

2. október – 11. október 2025

Forskráning á mót: 2.júlí 

Endanleg skráning á mót: 2.september 

Karlar

A-lágmörk reiknuð út frá Q-points 385±1 stig

B-lágmörk reiknuð út frá Q-points 377±1 stig

C-lágmörk reiknuð út frá Q-points 370±1 stig

+110kg flokkur notast við 120kg þyngd við útreikning

+109kg (gamli) notaðist einnig við 120kg þyngd í útreikningum

Tímabilið til að ná lágmörkum á Heimsmeistaramót er 18 mánuðir og þar til 4 mánuðum fyrir dagsetningu móts. 

Lágmörk í eldri þyngdarflokkum gilda (grænir dálkar) í þeim flokkum sem eru flokkaðir saman í töflunni að neðan, keppendur geta einn náð lágmörkum í nýju flokkunum.

EM 20 ára og yngri (Tirana, Albanía) 

Dagsetnings móts: 28. október – 4. nóvember 2025

Forskráning á mót: 28.ágúst

Endanleg skráning á mót: 28.september

Konur

A-lágmörk reiknuð út frá Q-points 237±1 stig

B-lágmörk reiknuð út frá Q-points 227±1 stig

C-lágmörk reiknuð út frá Q-points 218±1 stig

+86kg flokkur notast við 100kg þyngd við útreikning

+87kg flokkur (gamli) notaðist við 92kg þyngd í útreikningi.

Tímabilið til að ná lágmörkum á Evrópumeistaramót er frá 18 mánuðum fyrir mót og þar til 3 mánuðum fyrir dagsetningu móts. 

Lágmörk í eldri þyngdarflokkum gilda (grænir dálkar) í þeim flokkum sem eru flokkaðir saman í töflunni að neðan, keppendur geta einn náð lágmörkum í nýju flokkunum.

EM 20 ára og yngri (Tirana, Albanía) 

Dagsetnings móts: 28.Október – 4.Nóvember 2025

Forskráning á mót: 28.ágúst

Endanleg skráning á mót: 28.september

Konur

A-lágmörk reiknuð út frá Q-points 355±1 stig

B-lágmörk reiknuð út frá Q-points 347±1 stig

C-lágmörk reiknuð út frá Q-points 337±1 stig

+110kg flokkur notast við 120kg þyngd við útreikning

+109kg (gamli) notaðist einnig við 120kg þyngd í útreikningum

Tímabilið til að ná lágmörkum á Evrópumeistaramót er frá 18 mánuðum fyrir mót og þar til 3 mánuðum fyrir dagsetningu móts. 

Lágmörk í eldri þyngdarflokkum gilda (grænir dálkar) í þeim flokkum sem eru flokkaðir saman í töflunni að neðan, keppendur geta einn náð lágmörkum í nýju flokkunum.

EM U23 (21-23 ára) (Tirana, Albanía) 

Dagsetnings móts: 28.október – 4.nóvember 2025

Forskráning á mót: 28.ágúst

Endanleg skráning á mót: 28.september

Konur

A-lágmörk eru ekki gefin út á þetta mót

B-lágmörk reiknuð út frá Q-points 243±1 stig

C-lágmörk reiknuð út frá Q-points 233±1 stig

+86kg flokkur notast við 100kg þyngd við útreikning

+87kg flokkur (gamli) notaðist við 92kg þyngd í útreikningi.

Tímabilið til að ná lágmörkum á Evrópumeistaramót er frá 18 mánuðum fyrir mót og þar til 3 mánuðum fyrir dagsetningu móts. 

Lágmörk í eldri þyngdarflokkum gilda (grænir dálkar) í þeim flokkum sem eru flokkaðir saman í töflunni að neðan, keppendur geta einn náð lágmörkum í nýju flokkunum.

EM U23 (21-23 ára) (Tirana, Albanía) 

Dagsetnings móts: 28.október – 4.nóvember 2025

Forskráning á mót: 28.ágúst

Endanleg skráning á mót: 28.september

Konur

A-lágmörk eru ekki gefin út á þetta mót

B-lágmörk reiknuð út frá Q-points 365±1 stig

C-lágmörk reiknuð út frá Q-points 355±1 stig

+110kg flokkur notast við 120kg þyngd við útreikning

+109kg (gamli) notaðist einnig við 120kg þyngd í útreikningum

Tímabilið til að ná lágmörkum á Evrópumeistaramót er frá 18 mánuðum fyrir mót og þar til 3 mánuðum fyrir dagsetningu móts. 

Lágmörk í eldri þyngdarflokkum gilda (grænir dálkar) í þeim flokkum sem eru flokkaðir saman í töflunni að neðan, keppendur geta einn náð lágmörkum í nýju flokkunum.

Norðurlandamót Fullorðinna (Garðabær, Ísland) 

Dagsetning móts: 15.-16.nóvember 2025

Forskráning á mót: 15.september

Endanleg skráning á mót:15.október

Konur

A-lágmörk reiknuð út frá Q-points 242±1 stig

B-lágmörk reiknuð út frá Q-points 227±1 stig

C-lágmörk reiknuð út frá Q-points 212±1 stig

+86kg flokkur notast við 100kg þyngd við útreikning

+87kg flokkur (gamli) notaðist við 92kg þyngd í útreikningi.

Tímabilið til að ná lágmörkum á Norðurlandameistaramót er frá 18 mánuðum fyrir mót og þar til 2 mánuðum fyrir dagsetningu móts. 

Lágmörk í eldri þyngdarflokkum gilda (grænir dálkar) í þeim flokkum sem eru flokkaðir saman í töflunni að neðan, keppendur geta einnig náð lágmörkum í nýju flokkunum.

Norðurlandamót Fullorðinna (Garðabær, Ísland) 

Dagsetning móts: 15.-16.nóvember 2025

Forskráning á mót: 15.september

Endanleg skráning á mót: 15.október 

Konur

A-lágmörk reiknuð út frá Q-points 370±1 stig

B-lágmörk reiknuð út frá Q-points 347±1 stig

C-lágmörk reiknuð út frá Q-points 332±1 stig

+110kg flokkur notast við 120kg þyngd við útreikning

+109kg (gamli) notaðist einnig við 120kg þyngd í útreikningum

Tímabilið til að ná lágmörkum á Norðurlandameistaramót er frá 18 mánuðum fyrir mót og þar til 2 mánuðum fyrir dagsetningu móts. 

Lágmörk í eldri þyngdarflokkum gilda (grænir dálkar) í þeim flokkum sem eru flokkaðir saman í töflunni að neðan, keppendur geta einnig náð lágmörkum í nýju flokkunum.

Norðurlandamót U20 (Svíþjóð) 

Dagsetning móts: 29.-30.nóvember 2025

Forskráning á mót: 29.september

Endanleg skráning á mót: 29.október

Konur

A-lágmörk 

B-lágmörk reiknuð út frá Q-points 196±1 stig

C-lágmörk reiknuð út frá Q-points 178±1 stig

+86kg flokkur notast við 100kg þyngd við útreikning

+87kg flokkur (gamli) notaðist við 92kg þyngd í útreikningi.

Tímabilið til að ná lágmörkum á Norðurlandameistaramót er frá 18 mánuðum fyrir mót og þar til 2 mánuðum fyrir dagsetningu móts. 

Lágmörk í eldri þyngdarflokkum gilda (grænir dálkar) í þeim flokkum sem eru flokkaðir saman í töflunni að neðan, keppendur geta einnig náð lágmörkum í nýju flokkunum.

Norðurlandamót U20 (Svíþjóð) 

Dagsetning móts: 29.-30.nóvember 2025

Forskráning á mót: 29.september

Endanleg skráning á mót: 29.október

Konur

A-lágmörk 

B-lágmörk reiknuð út frá Q-points 305±1 stig

C-lágmörk reiknuð út frá Q-points 270±1 stig

+110kg flokkur notast við 120kg þyngd við útreikning

+109kg (gamli) notaðist einnig við 120kg þyngd í útreikningum

Tímabilið til að ná lágmörkum á Norðurlandameistaramót er frá 18 mánuðum fyrir mót og þar til 2 mánuðum fyrir dagsetningu móts. 

Lágmörk í eldri þyngdarflokkum gilda (grænir dálkar) í þeim flokkum sem eru flokkaðir saman í töflunni að neðan, keppendur geta einnig náð lágmörkum í nýju flokkunum.

Norðurlandamót U17 (Svíþjóð) 

Dagsetning móts: 29.-30.nóvember 2025

Forskráning á mót:29.september

Endanleg skráning á mót:29.október

Konur

A-lágmörk 

B-lágmörk reiknuð út frá Q-points 178±1 stig

C-lágmörk reiknuð út frá Q-points 165±1 stig

+77kg flokkur notast við 85kg þyngd við útreikning

+81kg flokkur (gamli) notaðist við 87kg þyngd í útreikningi.

Tímabilið til að ná lágmörkum á Norðurlandameistaramót er frá 18 mánuðum fyrir mót og þar til 2 mánuðum fyrir dagsetningu móts. 

Lágmörk í eldri þyngdarflokkum gilda (grænir dálkar) í þeim flokkum sem eru flokkaðir saman í töflunni að neðan, keppendur geta einnig náð lágmörkum í nýju flokkunum.

Norðurlandamót U17 (Svíþjóð) 

Dagsetning móts: 29.-30.nóvember 2025

Forskráning á mót: 29.september

Endanleg skráning á mót: 29.október

Konur

A-lágmörk 

B-lágmörk reiknuð út frá Q-points 270±1 stig

C-lágmörk reiknuð út frá Q-points 261±1 stig

+94kg flokkur notast við 100kg þyngd við útreikning

+102kg flokkur notaðist við 109kg þyngd við útreikninga

Tímabilið til að ná lágmörkum á Norðurlandameistaramót er frá 18 mánuðum fyrir mót og þar til 2 mánuðum fyrir dagsetningu móts. 

Lágmörk í eldri þyngdarflokkum gilda (grænir dálkar) í þeim flokkum sem eru flokkaðir saman í töflunni að neðan, keppendur geta einnig náð lágmörkum í nýju flokkunum.

Ítarefni:

Reglur IWF: https://iwf.sport/weightlifting_/rules/

Q-Points: https://huebner.shinyapps.io/Qpoints/

2 hugrenningar um “Viðmið LSÍ um keppnisrétt á mótum erlendis

  1. Bakvísun: Landsliðshópar og keppnisferðir 2014 | Lyftingasamband Íslands

  2. Bakvísun: Mótaskrá 2023 | Lyftingasamband Íslands

Færðu inn athugasemd