Lyftingafélag Garðabæjar (LFG) og FH stóðu fyrir Jólamóti LSÍ Laugardaginn 14. Desember.
Mótið var haldið í húsakynnum LFG/Crossfit-XY Miðhrauni 2 í Garðabæ.
Veitt voru verðlaun fyrir stigahæstu einstaklingana í fullorðinsflokkum, unglingaflokkum sem og stigahæsta liðið.
Stigahæstu keppendurnir voru Anna Hulda Ólafsdóttir (LFR) með 226,8 stig og Árni Björn Kristjánsson (LFG) með 285,7 stig og unnu þau fullorðinsflokkana.
Stigahæstu keppendur í 20 ára og yngri flokkunum voru Emil Ragnar Ægisson (UMFN) með 247,4 stig og Auður Ása Maríasdóttir (LFG) með 172,1 stig.
Stigahæstu keppendur í 17 ára og yngri flokkunum voru Hilmar Örn Jónsson (FH) með 254,4 stig og Lilja Lind Helgadóttir (Ármann) með 191,2 stig.
Heildarúrslit má nálgast hér: https://www.dropbox.com/s/vsmxs5w70wum96m/urslit_jolamot_lsi.pdf
Stigahæsta liðið var liðið Team Sportstöðin með skorið 830, þeirri nýstárlegu aðferð var beitt
að skala upp stig kvennakeppenda með stuðlinum 1,34 til að jafna út Sinclair stigatöluna:
Davíð Björnsson (224)
Árni Freyr Bjarnason (257)X
Þuríður Erla Helgadóttir (289)X
Hjördís Ósk Óskarsdóttir (284)X
Önnur lið:
Team Kraftastöðin
Sigurður Hafsteinn Jónsson (261)
Kristbjörn Hilmir Kjartansson (232)
Daníel Róbertsson (267)
LFG 1
Gerður Sif Stefánsdóttir
Rakel Másdóttir
Auður Ása Maríasdóttir
Stefán Snær Stefánsson (C)
Sara Dögg
Sigurður Stefánsson
Jónas Stefánsson
LFG 2
Kolbrún Benediktsdóttir
Gunnhildur Georgsdóttir (C)
Þórdís Georgsdóttir
Unnar Helgason
Aldís Ösp Guðrúnardóttir
Baldvin Ásgeirsson
LFG 3
Andri Gunnarsson
Sólveig Sigurðardóttir (C)
Stefán Þór Sigtryggsson
Einar Jónsson
Arnfríður Kristín Arnardóttir
Vilborg Þórðardóttir
Svanhildur Vigfúsdóttir
LFG 4
Lilja Lind Helgadóttir
Árni Björn Kristjánsson
Hilmar Örn Jónsson (C)
Vignir Valgeirsson
Haukur Einarsson
Erla Sigurlaug
Guðmundur Sigurðsson gaf einnig hvatningarverðlaun fyrir „Bestu tæknina“ og hlutu Þuríður Erla Helgadóttir og Árni Freyr Bjarnason þá gripi.
Í kvennaflokki var háð hörð barátta um fyrstu þrjú sætin, Anna Hulda Ólafsdóttir byrjaði á því að tvíbæta íslandsmet sitt í snörun fyrst 73kg og þá 75kg. Þuríður Erla Helgadóttir átti góða tilraun á jöfnuna á því meti 73kg. Í jafnhendingunni lyfti Hjördís Ósk Óskarsdóttir nýju íslandsmeti 91kg í jafnhendingu en Anna Hulda svaraði því með lyfta 92kg í loka lyftunni. Hjördís Ósk lyfti 67kg í snörun og 91kg í jafnhendingu eða kílói meira en Þuríður Erla Helgadóttir (70+87)
en varð að láta undan í stigakeppninni þar sem hún vigtaðist 2kg þyngri inn í keppnina. Anna Hulda sýndi því magnaða frammistöðu enn og aftur á árinu með því að setja ný íslandsmet í öllum greinum og bæta samanlagðan árangur um 7kg.
Sólveig Sigurðardóttir úr LFG tvíbætti íslandsmet í stúlknaflokki (20 ára og yngri) í snörun fyrst 46kg og þá 48kg. Lilja Lind Helgadóttir ætlaði sér stóra hluti á mótinu eftir að hafa unnið norðurlandameistaratitil meyja (17 ára og yngri) í síðasta mánuði , hún missti 67kg í opnunarþyngd í snörun en kom vel til baka með jöfnun á íslandsmeti 70kg í annari tilraun. Hún fór síðan beint í 76kg sem var tilraun til nýs norðurlandamets í meyjaflokki en hafði það ekki, hún jafnhattaði síðan 85kg.
Í karlaflokkum stóð upp úr árangur Hilmars Arnar Jónssonar sem keppti undir merkjum FH en hann setti ný íslandsmet í öllum lyftum í 94kg flokki drengja (17 ára og yngri). Þetta var fyrsta lyftingamót Hilmars en hann er sleggjukastari á heimsmælikvarða í sínum aldursflokk, mikið efni þar á ferð.
Árni Björn Kristjánsson bætti persónulegan árangur í samanlögðu skori þegar hann lyfti 115kg í snörun og 146kg í jafnhendingu og dugði það honum í fyrsta sætið í karlaflokki. Ármenningarnir Daníel Róbertsson, Sigurður Hafsteinn Jónsson og Árni Freyr Bjarnason börðust um næstu sæti þar á eftir.
Aðstandendur mótsins vilja koma fram þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn við framkvæmd þessa móts; LFG/crossfit-XY fyrir húsakynni sem og fjölda sjálfboðaliða, stjórnarliða LSÍ sem störfuðu í dómgæslu og á ritaraborði sem og annarra sjálfboðaliða.
Dómarar mótsins voru:
Sigmundur Davíðsson
Lárus Páll Pálsson
Guðmundur Högni Hilmarsson
Guðmundur Helgason
Guðmundur Sigurðsson
Grímur Jónsson
Stefnir Snorrason
Ef einhver hefur tekið skemmtilegar myndir af mótinu má endilega benda á þær hérna í comment dálknum






