Elite Pin

Eftirfarandi íslendingar hafa hlotið Elite Pin norðurlandasambandsins sem veitt hefur verið í yfir 50 ár. Skilyrði fyrir veitingu þeirra eru eftirfarandi:

Nr. 30 afhent 1976: Gústaf Agnarsson (f.1952-d.2007) sá lyftingamaður sem lyft hefur mestri þyngd í snörun (170kg), jafnhendingu (210kg) og samanlögðu 375kg. Gústaf hóf oft keppni mjög hátt í snörun og féll því oft úr keppni á alþjóðlegum mótum.

Nr. 31 afhent 1976: Guðmundur Sigurðsson (f.1946) fulltrúi Íslands á Ólympíuleikunum í Munchen 1972 (13.sæti) og Montreal 1976 (8.sæti) sem og ótal evrópu og heimsmeistaramótum.

Nr.83 afhent 1993-1995: Haraldur Ólafsson (f.1962). Þrátt fyrir að hafa fengið Elite Pin á árunum 1993-1995 nær Haraldur sýnum besta árangri á áttunda áratugnum. M.a. sinni hæstu Sinclair stigatölu þegar hann lyftu 127,5kg í snörun og 172,5kg í jafnhendingu í -75kg flokki á EM 1984 (15.sæti)

Nr. 140 afhent 2016: Þuríður Erla Helgadóttir (f.1991). Fyrir árangur á Evrópumeistaramótinu 2016 þar sem hún lyftu 80kg í snörun og 103kg í jafnhendingu samanlagt 183kg í -58kg flokki. Besti árangur Þuríðar til dagsins í dag var á HM 2017 þar sem hún endaði í 10.sæti og lyfti 86kg og 108kg í jafnhendingu í -58kg flokki kvenna.

Nr. 144 afhent 2017: Andri Gunnarsson (f.1983). Fyrir árangur á Evrópumeistaramótinu 2017 þar sem Andri snaraði 160kg og jafnhenti 195 í +105kg flokki karla. Það var jafnframt síðasta mót Andra.

Nr. 166 afhent 2022: Katla Björk Ketilsdóttir (f.2000). Fyrir að lyfta samtals 194kg í -64kg flokki á Evrópumeistaramótinu í lyftingum sem fór fram í Tirana, Albaníu 31.Maí 2022.

Nr. 168 2022: Eygló Fanndal Sturludóttir (f.2001) fyrir að lyfta samtals 205kg í -71kg flokki kvenna einnig á EM í Albaníu 2022.

Nr. 172 2024: Guðný Björk Stefánsdóttir (f.2001) fyrir að lyfta samtals 208kg í -71kg flokki kvenna á Íslandsmeistaramótinu 2024.

Nr. 178 2024: Erla Ágústsdóttir (f.2001) fyrir að lyfta samtals 221kg í +87kg flokki kvenna á Heimsmeistaramótinu 2024.

Nr. 179 2024: Friðný Fjóla Jónsdóttir (f.1997) fyrir að lyfta samtals 222kg í +87kg flokki kvenna á Jólamóti LSÍ 2024.