Jólamót LSÍ 2025 fór fram í húsakynnum CrossFit Reykjavíkur með góðri aðstoð Lyftingafélags Reykjavíkur. Við þökkum sjálfboðaliðum og samstarfsaðilum okkar, Next Level Gaming, Nóa Síríus og Ölgerðinni fyrir að tryggja glæsilega umgjörð.
Heildarúrslit í gagnagrunni LSÍ: https://results.lsi.is/meet/j-lam-t-ls-2025
Karlar
Sigurður Óli Magnússon, LFA, sem keppti á sínu fyrsta móti, fór með gullið heim eftir harða keppni við Einar Karelsson, Stjörnunni og Guðmund Gunnarsson, LFR.








Konur
Thelma Mist Oddsdóttir, LFK stóð uppi sem sigurvegari eftir mikla baráttu við Sigurbjörgu Eiríksdóttur og Aþenu Eir Jónsdóttur, báðar úr UMFN – Massa. Úrslitin réðust í seinustu lyftunum.










