Skráningareyðublað fyrir Íslandsmót LSÍ í ólympískum lyftingum þann 7. febrúar 2026*.
Skráningu lýkur 30. janúar 2026 kl. 23:59.
Mótið er í umsjá Lyftingafélags Mosfellsbæjar og Lyftingasambands Íslands og fer fram í Miðgarði, Garðabæ í aðstöðu Stjörnunnar.
Mótið er þyngdarflokkamót þar sem verðlaunað er fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki af hvoru kyni. Einnig eru verðlaun veitt fyrir hæsta samanlagðan árangur karla og kvenna.
Afrek á results.is eru skráð í þann þyngdarflokk sem einstaklingurinn skráir sig í, hægt er að skipta um þyngdaflokk þar til daginn fyrir mót. Vinsamlegast sendið þyngdarflokkabreytingar á lsi@lsi.is*.
*Á mótum þar sem keppt er í þyngdarflokkum hljóta keppendur 15 ára og yngri keppnisrétt í þeim flokki sem þeir vigtast inn í. Ef keppendur eru of léttir fyrir skráðan flokk fara þeir niður um flokk og ef þeir eru of þungir fyrir skráðan flokk fara þeir upp um flokk. 16 ára og eldri þurfa að vigtast inn í þann flokk sem þeir eru skráðir í á mótum sem keppt er í þyngdarflokkum á, en annars fyrirgera þeir rétti sínum til að keppa.
Upplýsingar um keppendur verða einungis notaðar í tengslum við mótið.
Upplýsingar um keppendur hvers félags verða sendar á forsvarsmenn félaganna til staðfestingar.Keppnisgjald er kr. 7500,- og greiðir félag keppanda heildarupphæð til mótshaldara.
*Stefnt er að því að hefja keppni kl. 10:00