Jólamót LSÍ 2025 – úrslit

Jólamót LSÍ 2025 fór fram í húsakynnum CrossFit Reykjavíkur með góðri aðstoð Lyftingafélags Reykjavíkur. Við þökkum sjálfboðaliðum og samstarfsaðilum okkar, Next Level Gaming, Nóa Síríus og Ölgerðinni fyrir að tryggja glæsilega umgjörð.

Heildarúrslit í gagnagrunni LSÍ: https://results.lsi.is/meet/j-lam-t-ls-2025

Karlar

Sigurður Óli Magnússon, LFA, sem keppti á sínu fyrsta móti, fór með gullið heim eftir harða keppni við Einar Karelsson, Stjörnunni og Guðmund Gunnarsson, LFR.

Úrslit – smella hér

Konur

Thelma Mist Oddsdóttir, LFK stóð uppi sem sigurvegari eftir mikla baráttu við Sigurbjörgu Eiríksdóttur og Aþenu Eir Jónsdóttur, báðar úr UMFN – Massa. Úrslitin réðust í seinustu lyftunum.

Úrslit – smella hér

Færðu inn athugasemd